spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÁgúst hafði betur gegn Baldri

Ágúst hafði betur gegn Baldri

Ágúst Goði Kjartansson og Schwenningen Panthers lögðu Baldur Þór Ragnarsson og Orange County Ulm í Pro B deildinni í Þýskalandi nú um helgina, 81-90. Ágúst Goði lék tæpar 32 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 6 stigum, 4 fráköstum, 15 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks

Þrátt fyrir tapið er lið Baldurs í Ulm í öðru sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Ágúst Goði og Schwenningen sitja í fallsæti, því 13. með 10 stig. Við botn deildarinnar eru þrjú lið jöfn með jafn mörg stig, Schwenningen, Breitengüßbach og Ehingen, en aðeins tvö þeirra munu falla. Schwenningen hafa farið í gegnum nokkrar breytingar á síðustu vikum, þar sem nýr þjálfari tók við liðinu fyrir síðasta leik og þá eru þeir með nýjan bandarískan leikmann til þess að freista þess að bjarga sæti sínu í deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -