spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÁgúst Goði með 30 stig gegn Frankfurt

Ágúst Goði með 30 stig gegn Frankfurt

Ágúst Goði Kjartansson og Black Forest Panthers máttu þola tap um helgina gegn Frankfurt Skyliners Juniors um helgina í þýsku Pro B deildinni, 83-73.

Ágúst Goði átti góðan leik þrátt fyrir tapið, en á tæpum 34 mínútum spiluðum skilaði hann 30 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti.

Panthers eru eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með tvo sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -