spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÁgúst Goði með 28 stig gegn Fellbach

Ágúst Goði með 28 stig gegn Fellbach

Undir 20 ára leikmaður Íslands Ágúst Goði Kjartansson og félagar í Black Forest Panthers máttu þola tap gegn Fellbach Flashers í suðurhluta Pro B deildarinnar í Þýskalandi í gær, 86-99.

Þrátt fyrir tapið átti Ágúst Goði góðan leik fyrir Panthers, skilaði 28 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta á 33 mínútum spiluðum, en hér fyrir neðan má sjá myndbrot úr leiknum.

Panthers eru eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með tvo sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -