spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÁgúst Goði kominn af stað með aðalliði Paderborn

Ágúst Goði kominn af stað með aðalliði Paderborn

Hinn efnilegi Ágúst Goði Kjartansson lék sinn fyrsta leik með Paderborn á árinu í gærkvöldi er liðið laut í lægra haldi gegn Bochum í Pro A deildinni í Þýskalandi, 94-69.

Ágúst Goði, sem er ný orðinn 19 ára gamall, hefur verið á mála hjá Paderborn þetta og síðasta tímabil, en hann er að upplagi úr Haukum.

Á rúmum 13 mínútum spiluðum með Paderborn í gær skilaði Ágúst 6 stigum, 2 stoðsendingum og frákasti.

Paderborn er sem stendur í 11. sæti Pro A deildarinnar með 9 sigra og 10 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -