spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÁgúst Goði duglegur að mata liðsfélagana gegn Tröster

Ágúst Goði duglegur að mata liðsfélagana gegn Tröster

Ágúst Goði Kjartansson og Black Forest Panthers lögðu Tröster í Pro B deildinni í Þýskalandi, 74-61.

Ágúst Goði lék rúmar 36 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 12 stigum, 8 fráköstum, 12 stoðsendingum og stolnum bolta. Komst hann með leiknum í flokk með aðeins sjálfum sér sem eini leikmaðurinn sem hefur náð að skila yfir 10 stoðsendingum í leik á tímabilinu, en að meðaltali er hann næst stoðsendingahæstur í deildinni með 6.2 í leik.

Panthers eru eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með sjö sigra og átján töp.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -