spot_img
HomeFréttirÁgúst fer ekki til Rytas

Ágúst fer ekki til Rytas

10:00

{mosimage}

Ágúst S. Björgvinsson mun ekki taka að sér þjálfun hjá Lieutuvos Rytas í Litháen eins og stóð til um tíma. Ágúst var í samninga viðræðum við liðið um að taka að sér unglinga- eða varalið sem þeir ætluðu að stofna. Félagið þurfti nokkrar vikur til að fá sín mál á hreint og að lokum ákváðu forráðamenn félagsins ekki að stofna þetta varalið.

Ágúst sagði í samtali við Karfan.is að þetta væri áfall en hann hafði verið búinn að undirbúa sig undir að þetta færi á versta veg. ,,Ég þurfti að bíða í nokkrar vikur eftir svari og ég hafði undirbúið mig undir það að þetta gæti farið svona,” sagði Ágúst og bætti við að svona væri bransinn og það kæmi örugglega annað tækifæri inn á borð hjá sér.

Ástæðan fyrir því að L. Rytas ákvað ekki að stofna unglingaliðið var fjárhagsleg ákvörðun. Þeir væru að fara í Euroleague og það væri kostnaðarsamt og töldu því ekki þetta heppilegt á þessum tíma.

Staðan hjá Ágústi núna er sú að hann er á lausu og er hann að skoða þau tækifæri sem eru hérna heima. Hann er ekki búinn að útiloka það að komast út og sagði að í Evrópu væru lið alveg fram í ágúst að ganga frá sínum málum.

Mynd: vf.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -