spot_img
HomeFréttirÁgúst: Ég er tilbúinn að skuldbinda mig

Ágúst: Ég er tilbúinn að skuldbinda mig

15:00

{mosimage}

Ágúst Björgvinsson var í dag ráðinn sem landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna til næstu fjögurra ára. Ágúst sem er núverandi þjálfari Hamars í Iceland Express-deild karla hefur mikla reynslu af kvennaboltanum en hann þjálfaði lið Hauka í þrjú ár og leiddi þær til nokkurra titla. Íslenska liðið hefur keppni í riðlakeppni B-deildar Evrópukeppninnar næsta sumar.

Ágúst gerði 4 ára samning og hann sagði að það væri nauðsynlegt að fá tíma með liðinu? ,,Allir samninagr eru með einhverju uppsagnar ákvæði. En ég held að þegar maður er með svo ungt lið er nauðsynlegt að geta fengið tíma til þess að vinna með liðinu. Leikmenn liðsins eru mjög ungir og uppistaðan eru stelpur í kringum 20 ára aldurinn. Eftir fjögur ár verða þær 23-24 ára og ennþá mjög ungar. Eftir þessi fjögur ár yrði draumastaðan að vera komin í A-deild. Það má segja að það sé okkar langtíma markmið. En það eru stelpurnar sem þurfa að ákveða hvað þær eru tilbúnar að leggja á sig.”

{mosimage}
(Sjónvarpsstöðvarnar voru æstar að fá að ræða við nýráðinn landsliðsþjálfarann)

Ágúst er þekktur fyrir að láta lið sín æfa mikið. Heldur þú að einhverjir leikmenn muni kvarnast úr hópnum vegna þess? ,,Ég vona að sem fæstir hætti. En það eru alltaf einhverjir sem hætta. Það hefur nú alltaf verið þannig að það eru einhverjir tilbúnir að leggja mikið á sig og þú uppskerð eins og þú sáir. Það eru allir sem vilja vinna en ekki allir tilbúnir að leggja það á sig sem þarf til þess að vinna.”

Lykilleikmenn Íslenska liðsins eins og Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir eru að spila í Bandaríkjunum. Verða þær með? ,,September er mjög erfiður því þá er skólinn byrjaður. En körfuboltatímabilið er ekki byrjað þannig að þær geta fengið leyfi úr skóla eins og Helena fékk nú í september. Ég hef rætt við þær báðar og þær munu spila alla leiki.”

{mosimage}

Þurftir þú langan tíma að hugsa þig um áður en þáðir starfið eftir að þér var boðið það? ,,Ég get ekki sagt það. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda. Ég var með yngri stúlknalandsliðin og svo var ég í þrjú ár hjá Haukum með meistaraflokkinn og þetta er kannski beint framhald af því. Ég þekki þessar stelpur mjög vel og veit að það eru stelpur þarna inni á milli sem hafa gríðarlegan mikin metnað til að ná langt í körfubolta. Þær eru tilbúnar að leggja á sig hvað sem er og vaða eld og brennistein og ég vona að það smiti út frá sér.”

Nú ert þú að þjálfa í Iceland Express-deild karla. Munt þú sjá einhverja leiki í vetur? ,,Það verður slungið að raða þessu saman og skiptir mig miklu máli að vera í góðu sambandi við félagsþjálfarana. En ég verð með aðstoðarþjálfara, Finn Stefánsson. Síðan mun ég vinna mjög náið með nefndinni sem mun aðstoða mig. Ég kemst alltaf á einhverja leiki. Ég er nú allavega búinn að sjá nokkra leiki í vetur. Ég geri ráð fyrir að það séu eini 10 leikir sem ég hef séð í haust þrátt fyrir það að vera þjálfa hjá Hamri. En þetta er erfitt og mikið púsluspil en ég þarf að skipuleggja mig vel.”

Þú stefndir á að komast út að þjálfa nú í sumar. Hefur þú sett þær áætlanir á bið meðan þú ert með A-landslið kvenna? ,,Já og nei. Ég samdi þannig að ef eitthvað kæmi upp þá yrði ekki staðið í vegi fyrir það. En ég myndi setja það starf upp þannig að ég væri landsliðsþjálfari og ég myndi halda því áfram þó ég tæki að mér félagslið erlendis. En það er kannski ekki eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af einmitt núna.”

Þú verður með liðið í fjögur ár. Er þetta ekki mikil skuldbinding? ,,Það er það en það er líka mikilvægt fyrir mig að ég segi stelpunum að ég er tilbúinn að skuldbinda mig í þetta verkefni í svona langan tíma og ég ætla að vona að þær séu líka tilbúnar að gera það,” sagði Ágúst að lokum.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -