spot_img
HomeFréttirÁgúst Björgvinsson tekur við Hamri

Ágúst Björgvinsson tekur við Hamri

10:55 

{mosimage}

 

(Ágúst Björgvinsson) 

 

Lárus Ingi Friðfinnsson formaður KKD Hamars var rétt í þessu að tjá Karfan.is frá því að Ágúst Sigurður Björgvinsson muni taka við Hamri. Ágúst var aðstoðarþjálfari hjá KR en er nú orðinn aðalþjálfari Hamars og mun stýra liðinu í sínum fyrsta leik gegn Þór Akureyri í Síðuskóla á föstudagskvöld.

 

,,Þetta var óskaplega hreint og beint og allt í mesta bróðreni,” sagði Lárus um viðskilnað Hamars og Péturs. ,,Hann var búinn að vera hjá okkur í tæp 10 ár en stundum gerist þetta bara,” sagði Lárus en hann var ekki viss um hvort nýji maðurinn í brúnni myndi semja við félagið til 10 ára.

 

,,Ágúst sagði nú við mig sjálfur að hann trúði þessu ekki að Pétur væri að hætta en sjálfur er Ágúst mikill hvalreki fyrir okkur,” sagði Lárus.

 

Pétur Ingvarsson hafði þetta um arftaka sinn að segja:

,,Ágúst er einn efnilegasti og besti þjálfarinn á Íslandi í dag og hann mun taka þetta lið upp á næsta plan. Ég held að þetta sé mjög gott fyrir báða aðila.”

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -