spot_img
HomeFréttirÁgúst Björgvinsson: Stefnum á einn titil í einu

Ágúst Björgvinsson: Stefnum á einn titil í einu

21:40

{mosimage}
(Ágúst Björgvinsson)

Í samtali við Karfan.is sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, að hann væri ekkert gífurlega hissa á að liði sínu yrði spáð sigri í Iceland Express-deild kvenna í vetur miðað við gengi liðsins undanfarið.

„Það mátti búast við því að okkur yrði spáð sigri miðað við þá leiki sem eru búnir nú í haust og miðað við hvernig deildin endaði í fyrra þannig að þetta kemur mér ekkert gífurlega á óvart.” sagði Ágúst.

Haukar hafa nú þegar unnið tvo titla í haust og ljóst að liðið hefur burði til að vinna fleiri titla í vetur.
„Við stefnum á alla titla í vetur en við tökum aðeins einn í einu, einn leik í einu. Við unnum fyrst Powerade-bikarinn og svo Meistara meistaranna.” sagði Ágúst.

Haukar taka þátt í Evrópukeppninni annað árið í röð og Ágúst sagði að hann hefði góða tilfinningu fyrir henni. „Mér list vel á Evrópukeppnina í vetur. Við verðum með einn útlending í keppnina en vorum með tvo í fyrra. Þetta mun reyna á liðið, það er ekki spurning, en liðið er betur búið undir hana núna. Stelpurnar hafa verið í henni áður og þekkja því keppnina.” sagði Ágúst.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -