9:12
{mosimage}
Það hefur ýmislegt verið rætt um hvað Ágúst Björgvinsson þjálfari kvennaliðs Hauka gerir næsta vetur og m.a. hefur karfan.is greint frá því að hann sé að leita fyrir sér erlendis.
Karfan.is fékk það staðfest í gær að það sé komið á hreint að hann muni ekki þjálfa kvennalið Hauka næsta vetur. Við settum okkur í samband við hann og spurðum hvað fengi hann til að hætta með liðið.
Ég gerði 3 ára samning við Hauka sem þjálfari meistaraflokks kvenna og nú er 3 ár liðin. Þessi 3 ár hafa verið frábær, fyrsta árið unnum við óvænt bikarmeistaratitilinn og lendtum í 3. sæti í deildinni þar sem okkur var spáð 5. Árið eftir fengu stelpurnar mikla trú á því að við gætum náð mjög langt með miklum æfingum og uppskeran var 3 titlar, Powerrade, deildar og sjálfur Íslandsmeistaratitillinn. Á þriðja ári unnum við svo allt sem varí boði. Þetta hefur verið frábær tími fyrir mig og vonandi alla sem hafa komið að þessu öllu saman. Það var alls ekki auðveld ákvörðun að hætta með þessar frábæru stelpur og hugsaði ég mig vandlega um hvort ég ætti að fara aftur í 3 ára pakka með þeim. Því ég sá ekki ástæðu til að taka bara eitt ár til viðbótar. En það varð ofan á hjá mér að reyna fyrir mér annarsstaðar og hleypa öðrum að þessu skemmtilega liðið. Mig langar að reyna fyrir mér erlendis eða í karlaboltanum hér heima.
Hvað er þá framundan?
Ég er í viðræðum við mjög sterkt lið í Litháen, heitir L Rytas. Mér hefur verið boðið að vera aðalþjálfari unglingaliðsins þar og aðstoðarþjálfari hjá aðalliðinu. Það mun skýrast á næstu vikum hvort af verður. Ég þjálfaði karlalið Hauka eftir áramóti tímabilið 2005-06 og var árangur liðsins ágætur þar sem liðið var í fallbaráttu og makmiðið að halda liðinu uppi náðist. Að sjálfsögðu hef ég rætt við Hauka um að þjálfa karlalið þeirra en það er í forgangi hjá mér að reyna að komast út.
Mynd: Stefán Borgþórsson



