spot_img
HomeFréttirÁgúst Björgvinsson hefur stýrt Valsmönnum að undanförnu

Ágúst Björgvinsson hefur stýrt Valsmönnum að undanförnu

 
Eins og þegar hefur fram komið hér á Karfan.is var Yngvi Gunnlaugsson síður en svo sáttur við viðskilnað sinn hjá Val að Hlíðarenda. Félagið hefur enn ekki tilnefnt eftirmann Yngva en samkvæmt heimildum Karfan.is hefur Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Vals, stýrt karlaliðinu á æfingum að undanförnu.
Ekki hafa önnur nöfn verið kennd við karlalið Vals þennan veturinn en Ágúst Björgvinsson og því má fastlega gera ráð fyrir því að á næstu dögum verði Ágúst kynntur til leiks sem þjálfari liðsins í vetur.
 
Ágúst mun þá finna sig á kunnugum slóðum með bæði karla- og kvennalið í úrvalsdeild en þannig háttaði hjá honum t.d. á síðustu leiktíð þegar hann stýrði bæði karla- og kvennaliði Hamars í Hveragerði.
 
Fréttir
- Auglýsing -