spot_img
HomeFréttirÁgúst Björgvinsson 1 á 1

Ágúst Björgvinsson 1 á 1

Fullt nafn: Ágúst Sigurður Björgvinsson
Aldur: 27
Félag: Haukar
Hjúskaparstaða: Giftur Loretu Kazlauskaite
Happatala: 16

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
13 ára hjá Val og 16 byrjaði ég fyrst að þjálfa hjá Val

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Clyde Drexler en í þjálfun voru það Brynjar Karl og Svali Björgvinsson.

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla- og kvennaflokki frá
upphafi?

Pétur Guðmundsson og Helena Sverrisdóttir

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Megan Mahoney og Steve Johnson

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Unnur Tara Jónsdóttir

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Jón Bender dómari

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Fyrir utan sjálfan mig uhhhh??? Það eru margir góðir Benedikt Guðmundsson,
Sigurður Ingimundarson og Einar Árni Jóhansson eru allir góðir og
metnaðargjarnir þjálfarar.

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Larry Bird og Michael Jordan

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Michael Jordan

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Já, Boston-Orlando og Philadelphia-New Jersey

Sætasti sigurinn á ferlinum?
Margir. En ætli það sé ekki Íslandsmeistaratitilinn með Haukum 2006.

Sárasti ósigurinn?
Nokkrir

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Er líf fyrir utan körfubolta?

Með hvaða félögum hefur þú leikið/þjálfað?
Lék aðeins með Val en hef þjálfað hjá Val, ÍA, Vilnius Lietuvos Rytas og Haukum.

Uppáhalds:
kvikmynd: Forest Gump
leikari: Bruce Willis
leikkona: Cameron Diaz
bók: Flugdrekahlauparinn er seinasta bók sem ég las
matur: íslenskst lamba kjöt
matsölustaður: La Provans Vilnius
lag: We are the Champions
hljómsveit: Margar góðar er nokkurvegin allæta á tónlist
staður á Íslandi: Þingvellir, Þórsmörk, Fljósthlíð, Gullfoss, Reykjavík og svo margir aðrir
staður erlendis: Vilnius eða einhverstaðar á heitri strönd
lið í NBA: það var alltaf Portland Trail Blazers í gamladaga
lið í enska boltanum: Hvað er það?
hátíðardagur: þegar tittlar koma í hús
alþingismaður: Sigurður Kári

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Ég er frekkar vanafastur og fer alltaf í gegnum vissa rútínu sem ég gef
ekki upp.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Það er hægt að læra af öllum leikjum hvort sem það eru tap- eða
sigurleikir. Þú lærir eins lengi og þú lifir en deyrð heimskur.

Furðulegasti liðsfélaginn?
Þær eru nú nokkrar furðulegar í Haukum

Eftirminnilegasta karfan sem þú hefur séð á ferlinum?
Flautukarfan hjá John Taft, Val, þegar hann skorði úr stökskoti á
endalínu, bakvið spjaldið á leiðinni útaf og boltinn þurfti að fara yfir
spjaldið til að geta komist ofan í, ég gleymi þeirri körfu alldrei.

Besti dómarinn í IE-deildinni?
Kristin Óskarsson

Erfiðasti andstæðingurinn?
Liðin í Evrópukeppninni hefa reynst okkur mjög erfið.

Þín ráð til ungra leikmanna?
Legðu þig alltaf fram við það sem þú gerir, vertu þolinmóð/ur og hafðu trú á sjálfum þér.

Fréttir
- Auglýsing -