spot_img
HomeFréttirAgnes María mun yfirgefa topplið Keflavíkur fyrir háskólaboltann um mitt tímabil "Langar...

Agnes María mun yfirgefa topplið Keflavíkur fyrir háskólaboltann um mitt tímabil “Langar að fara og bæta minn leik”

Keflavík lagði Íslandsmeistara Vals í Blue höllinni í kvöld í 8. umferð Subway deildar kvenna. Eftir leikinn er Keflavík sem áður taplausar í efsta sætinu á meðan að Valur er í 4. sætinu með fimm sigra eftir fyrstu átta leikina.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Agnesi Maríu Svansdóttur leikmann Keflavíkur eftir leik í Blue höllinni. Staðfesti Agnes meðal annars að hún væri á leið frá Keflavíkurliðinu nú um áramótin til að ganga til liðs við University of North Florida í bandaríska háskólaboltanum, en þar mun hún vera í liði með Helenu Rafnsdóttur, sem fór til sama skóla frá Njarðvík fyrir síðasta tímabil.

Fréttir
- Auglýsing -