spot_img
HomeFréttirAgnar og Hallgrímur eftir leik

Agnar og Hallgrímur eftir leik

“Þegar maður hefur ekki innistæðu þá fer eins og í kvöld. Við vorum að spila vel á köflum en missum einbeitninguna og þær komu okkur á óvart með þessari svæðispressu. Við förum að örvænta með 10 stiga forystu og ég veit ekki hverju því veldur.  Við þurftum að vera skynsamari. Við förum að fara í þriggjastiga keppni í Ljónagryfjunni og það veit ekki á gott. Við lærum eitthvað af þessu.” sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari kvennaliðs Hamars eftir leik í kvöld í Njarðvíkinni. 
 
“Við unnum vel í desember og fengum náttúrulega gullmola hingað til okkar í desember þegar Nikitta kemur. Hún gjörbreytir þessu öllu hjá okkur við spilum núna hraðari bolta. Nikitta gerir meira fyrir liðið en Beverly gerði.  Ég er nokkuð sáttur með spilamennskuna í leiknum í kvöld að aðskildum kafla í þriðja leikhluta þegar við lendum undir einhverjum 10 stigum.  En við breyttum í svæði og það held ég að hafi fært okkur sigurinn í kvöld. sagði Agnar Mar Gunnarsson efitir sinn fyrst leik í brúnni hjá Njarðvíkurstúlkum. 
Fréttir
- Auglýsing -