spot_img
HomeFréttirAgnar Mar: Stelpurnar hafa trú á því sem þær eru að gera

Agnar Mar: Stelpurnar hafa trú á því sem þær eru að gera

11:32 

{mosimage}

 

 (Agnar t.v. og Jón Halldór t.h. þjálfarar Keflavíkur)

 

 

 

Agnar Mar Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkurkvenna, var að vonum ánægður með sigurinn gegn Grindavík í gær og sagði að það hefði verið leikgleðin sem skilaði sigrinum.

 

,,Við vorum að keyra meira að körfunni í gærkvöldi heldur en við gerðum gegn þeim í Powerade bikarnum og þá var leikgleðin mun meiri. Það hefur verið gaman að mæta á æfingar að undanförnu því stelpurnar hafa trú á því sem þær eru að gera og hafa gaman af,” sagði Agnar í samtali við Karfan.is.

 

Keflavík mætir ÍS á mánudag og á Agnar von á hörkuleik. ,,Við förum í þann leik til að sigra og eins og liðið okkar er í dag þá gerir ég ráð fyrir Keflavíkursigri. Við getum vel verið besta liðið á landinu ef við höldum áfram á þessari braut sem við erum nú.”

 

Keflvíkingar urðu fyrir miklu áfalli á mánudag þegar Birna Valgarðsdóttir meiddist á æfingu og verður frá það minnsta næsta mánuðinn. ,,Við þjöppum okkur bara saman en Birna er stór hlekkur í liðinu en nú verða yngri stelpurnar bara að stíga upp því tækifærið þeirra er komið,” sagði Agnar að lokum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -