Höttur sigraði Breiðablik 95-90 í hörkuleik í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í gær. Blikar lögðu upp með að tvo leikmenn Hattar en þá tóku aðrir við stigaskoruninni.
Breiðablik byrjaði betur og skoraði fyrstu sjö stig leiksins enda leiddur þeir 25-30 eftir fyrsta leikhluta. Sá munur hélst nokkuð stöðugur fram að hálfleik en Hattarmenn minnkuðu þar muninn í 45-46 með góðri rispu í lokin.
Blikar voru áfram með undirtökin í þriðja leikhluta en Höttur náði að jafna um hann miðjan og komst svo yfir 71-70 með þriggja stiga körfu Austin Bracey þegar tæp mínúta var eftir. Þeim mun tókst að halda og Höttur fór inn í síðasta leikhlutann með 73-72 forustu.
Í upphafi fjórða leikhluta lentu þeir Viðar Örn Hafsteinsson, Hetti og Jerry Hollis, Breiðabliki, í samstuði. Báðir þurftu að fara út af og spilaði Viðar ekki meir en Hollis kom inn á en haltraði mjög. Hattarmenn hörkuðu þó brotthvarf Viðars af sér og skoruðu tólf stig gegn tveimur fyrstu þrjár mínútur leikhlutans.
Nánar um leikinn og fleiri myndir inni á Agl.is



