16:25
{mosimage}
(AJ Moye gefur Jeb Ivey eitthvert frægasta olnbogaskot úrvalsdeildarinnar. Atvikið náðist á myndband og Moye fékk þriggja leikja bann. Það kom ekki að sök á sínum tíma þar sem Keflavík vann alla leiki sína í fjarveru Moye. Þeir leika nú báðir í Þýskalandi.)
Á fundi aganefndar í vikunni úrskurðaði nefndin þrjá leikmenn í bann. Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður ÍG, fær einn leik í bann vegna brottreksturs í leik Leiknis og ÍG í 2. deild karla.
Einar Árnason, leikmaður Leiknis, fær einn leik í bann vegna brottreksturs í leik Leiknis og ÍG í 2. deild karla. Helgi Ingason, leikmaður Leiknis, fær tveggja leikja bann vegna brottreksturs í leik Leiknis og ÍG í 2. deild karla.
Á fundi nefndarinnar í síðustu viku tók hún fyrir kæru á hendur Skallagrím vegna starfsmanns á heimaleik. Skallagrímur fær áminningu vegna hegðunar starfsmannsins.
Bann allra leikmannanna tekur gildi á hádegi í dag.



