spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaAga- og úrskurðarnefnd staðfestir dóminn yfir Breiðablik - Þurfa að greiða kvartmiljón...

Aga- og úrskurðarnefnd staðfestir dóminn yfir Breiðablik – Þurfa að greiða kvartmiljón og dæmdur ósigur gegn Val

Í lok september var liði Vals dæmdur sigur gegn Breiðablik úr fyrstu umferð Dominos deildar kvenna. Breiðablik hafði upphaflega unnið leikinn, en vegna þess að félagið notaði leikmann sem átti að vera í banni, Fanney Lind Thomas, hafi sambandið snúið sigrinum við. Þá mun félagið einnig þurfa að greiða 250.000 kr. í sekt.

Fanney lék 24 mínútur í leiknum og skorði á þeim 4 stig og tók 3 fráköst.

Kærði Breiðablik niðurstöðuna og sem svo var dæmt í dag, en hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu um dóm Aga- og úrskurðarnefndar.

Tilkynning:

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í kærumáli 1/2020-2021, þar sem Breiðablik kærði afgreiðslu KKÍ vegna ólöglegs leikmanns.

Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars:

Skýrt er í 13. grein reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd að viðurlög skuli taka út í leikjum í mótum KKÍ. Skýrt er að aðeins þau mót sem tilgreind eru í reglugerð um körfuknattleiksmót og í reglugerð um mótanefnd teljist vera opinber mót á vegum KKÍ og því aðeins þeir leikir sem leiknir eru í þeim mótum geta talist vera leikir í mótum KKÍ.

Líta ber svo á að leikur milli Breiðabliks og Vals í Domino ́s deild kvenna sé fyrsti opinberi leikur Breiðabliks á vegum KKÍ eftir að leikbann Fanneyjar tók gildi á hádegi þann 12. mars 2020. Samkvæmt fortakslausu ákvæði 8. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót verður ekki hróflað við ákvörðun stjórnar KKÍ um sektargreiðslu.

Með hliðsjón af framangreindu verður kröfu kæranda hafnað.

Hérna má lesa dóminn í heild

Fréttir
- Auglýsing -