spot_img
HomeFréttirAftur skellt í lás

Aftur skellt í lás

Nú rétt í þessu tilkynnti heilbrigðisráðherra að íþróttir innanhúss og utanhúss sem krefjast meiri nándar en því sem nemur tveimur metrum séu nú óheimilar næstu þrjár vikur, í ljósi fjölgunar COVID-19 smita undanfarna daga. Bannið tekur gildi á miðnætti.

Þetta þýðir að keppni á Íslandsmótinu í körfubolta er nú komin í hlé í að minnsta kosti þann tíma. Hversu langt það hlé verður síðan í raun er auðvitað algerlega óvitað að svo stöddu, en ljóst er að þeir leikir sem áttu að fara fram í Domino’s deildunum í vikunni fara ekki fram.

Við færum lesendum fréttir af mótahaldi um leið og þær berast.

Fréttir
- Auglýsing -