Taiwo Badmus mun leika með Tindastóli á komandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið komu leikmannsins á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Taiwo er ískur framherji sem kemur til Tindastóls frá bikarmeisturum Vals, þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil. Þar áður var hann á mála hjá Luiss Roma, en upphaflega kom hann til Íslands til þess að leika með Tindastóli tímabilið 2021-22.