spot_img

Aftur heim í Fjölni

Fjölnir hefur samið við Daníel Ágúst Halldórsson fyrir yfirstandandi tímabil í fyrstu deild karla. Daníel kemur til Fjölnis frá Haukum úr Subway úrvalsdeildinni þar sem hann spilaði við góðan orðstír í eitt ár og á undan því í hálft ár með Þór Þorlákshöfn.

Daní­el, sem er fæddur árið 2004 og hefur hefur leikið með öllum yngri landsliðum KKÍ síðustu ár, er mikið efni í íslenskum körfubolta og var á þar síðustu leiktíð val­inn besti ungi leikmaður 1. deild­ar­inn­ar á loka­hófi KKÍ og í úrvalsliði deildarinnar. Borche Ilievski þjálfari Fjölnis sagðist vera virkilega ánægður að Daníel væri kominn heim. ,,Eins og allir vita er Daníel frábær leikmaður sem styrkir liðið verulega mikið og mun án efa hjálpa okkur í baráttunni að komast upp í Subway deildina þangað sem liðið stefnir.  Núna erum við búnir að endurheimta einn efnilegasta leikmann landsins í Grafarvoginn og það getur ekki verið neitt nema jákvætt fyrir framhaldið,”

Fréttir
- Auglýsing -