Jón Árni Gylfason hefur samið við Skallagrím til næstu tveggja ára.
Jón Árni er fæddur árið 2008, er uppalinn Skallagrímsmaður en spilaði á síðasta tímbili með ÍR. Samkvæmt tilkynningu félagsins er hann sérstaklega efnilegur leikmaður en þrátt fyrir ungan aldur býr hann yfir mikilli reynslu. Hann hefur leikið þó nokkur mót með liðinu Icelandic all stars eins og t.d. Copenhagen invitational árin 2022 og 2023. Eybl þar sem hann tók þátt í leikjum í Litháen og Eistlandi. Eins hefur tekið þátt í yngri landsliðum Íslands m.a. U15 þar sem hann var nefndur fyrirliði í einu af tveimur liðum og síðan U16 þar sem hann tók þátt í bæði Norðurlanda og Evrópumóti fyrir hönd Íslands.
Í yfirlýsingu frá Jóni Árna kemur fram ,,Ég er ofboðslega spenntur að fá að spila aftur í grænu og gulu og í umgjörð skallagríms á komandi tímabilum“



