spot_img

Aftur á Selfoss

Collin Pryor hefur samið við Selfoss fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Collin kemur til Selfoss frá ÍR í Bónus deildinni, en samningur hans er til tveggja ára. Hann hóf sinn atvinnumannaferil á Selfossi þegar hann spilaði fyrir FSU árin 2013-2015. Eftir þann tíma spilaði hann með Fjölni, Stjörnunni og ÍR.

Collin hefur leikið sem íslenskur leikmaður síðustu ár, en hann fékk ríkisborgararétt og var fyrir nokkrum árum hluti af íslenska landsliðinu.

Tilkynning:

Collin Pryor er komin heim.

Collin Pryor hefur skrifað undir samning við Selfoss Körfu sem gildir út leiktíðina 2026-2027.

Collin hóf sinn atvinnumannaferil á Selfossi þegar hann spilaði fyrir FSU árin 2013-2015. Eftir þann tíma spilaði hann með Fjölni, Stjörnunni og ÍR.

Collin er mikill leiðtogi og kemur með ómetanlega reynslu inn í okkar unga hóp.

Frekari fréttir af leikmannamálum eru væntanlegar.

Áfram Selfoss.

Fréttir
- Auglýsing -