Hamar hefur á nýjan leik samið við Franck Kamgain fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta með færslu á samfélagsmiðlum.
Franck er franskur bakvörður sem lék með Hamri í efstu deild tímabilið 2023-2024. Franck segist spenntur fyrir endurkomu sinni í Hveragerði ,,Ég er spenntur fyrir því að fá að spila aftur fyrir Hamar, þar sem ég hóf atvinnumannaferilinn. Ég hef saknað samfélagsins og liðsfélaganna sem tóku mér opnum örmum þegar ég kom fyrst í Hveragerði! Ég hlakka til að vinna fullt af leikjum og hjálpa félaginu að vaxa! Þetta verður frábært tímabil”



