Keflavík sendi Hamar í frí með hvell í gærkvöldi þegar liðin áttust við í lokaumferð Domino´s-deildar kvenna. Lokatölur í Frystikistunni 61-111 Keflavík í vil sem mun mæta Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Ekki mikil stemming í byrjun leiks í Hveragerði og Keflavíkurstúlkur tóku strax frumkvæðið. Staðan breyttist úr 10-15 í 12-26 eftir fyrsta leikhluta og munurinn jókst í 2. leikhluta þar sem staðan var 31-59 í stóru pásunni.
Aðeins hresstust heimastúlkur í 3. hlutanum en hann fór 17-24 fyrir gestina sem á endanum kláruðu leikinn 61-111. Heimastúlkur voru samt ekki að tapa gleðinni en eftir leikinn tóku þær afmælissönginn fyrir Salbjörgu. Keflavík og Hamar spiluðu á öllum sínum mönnum í kvöld og léttleikinn á hverju strái en heldur meiri vörn var að hálfu Keflavíkur kvenna. Hamar komnar í frí eftir erfiðan vetur en Keflavík rétt að hlaða í fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum.
Tölfræði úr leiknum
Umfjöllun/ Anton Tómasson
Mynd úr safni/ Davíð Eldur – Carmen Tyson-Thomas daðraði við þrennuna í gær.



