spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAfreksdómarar fá undanþágu til æfinga

Afreksdómarar fá undanþágu til æfinga

KKÍ hefur fengið undanþágu fyrir afreksdómara til æfinga, en mikilvægt er að þeir, líkt og leikmenn, verði klárir til keppni um leik og tækifæri gefst. Með afreksdómurum er átt við þá er dæma í efstu tveimur deildum á íslandi.

Munu dómararnir fá aðstöðu til æfinga hjá Spörtu í Reykjavík og Sporthúsinu í Keflavík, þar sem þeir munu æfa undir leiðsögn færra þjálfara. Samkvæmt fréttatilkynningu KKÍ er áfram unnið að því að fá leufi fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri til æfinga.

Fréttir
- Auglýsing -