spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁfram við stjórnvölinn í Dalhúsum

Áfram við stjórnvölinn í Dalhúsum

Fjölnir hefur framlengt samningi sínum við þjálfara meistaraflokks karla Baldur Már Stefánsson fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.

Baldur Már tók við Fjölni um mitt síðasta tímabil, en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari ÍR. Ásamt hjá þeim hafði Baldur áður þjálfað hjá Stjörnunni, Álftanes, Breiðabliki og yngri landsliðum Íslands. 

Baldur segir sjálfur um framhaldið: „Ég er gríðarlega spenntur fyrir uppbyggingunni hjá okkur í Fjölni bæði innan og utan vallar. Við erum með sterkt lið og efnilega yngri flokka. Markmiðið er að stækka körfuboltasamfélagið í Grafarvoginum og koma liðinu á hærri stall.“

Stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis fagnar áframhaldandi samstarfi við Baldur: „Það er okkur mikilvægt að halda áfram með Baldur við stjórnvölinn. Hann hefur skýra sýn á framhaldið, þar sem byggt er á sterkum kjarna heimamanna og áframhaldandi þróun yngri leikmanna félagsins. Við erum spennt fyrir framtíðinni og þeirri vegferð sem við höfum hafið saman.“

Fréttir
- Auglýsing -