spot_img

Áfram í bítlabænum

Keflavík hefur á nýjan leik samið við Marek Dolezaj fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Marek var einn lykilmanna Keflavíkur sem urðu bikarmeistarar á síðasta tímabili og fóru í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa endað í þriðja sæti deildarkeppninnar.

Fréttir
- Auglýsing -