spot_img
HomeFréttirÁfram í Aftureldingu

Áfram í Aftureldingu

Sævaldur Bjarnason hefur framlengt samningi sínum sem yfirþjálfari Aftureldingar í Mosfellsbæ til næstu tveggja ára. Sævaldur kom að deildinni árið 2015 og voru þá um 15 iðkendur í deildinni en nú 9 árum seinna eru iðkendur orðnir rúmlega 160 og fjöldin því tífaldast á þessum tíma. 

Spennandi tímar framundan hjá okkur, hlakka til að fá að fylgja áfram ykkur og starfinu.  Stefni á að gera mitt allra besta áfram og þakka ævinlega það traust sem mér er sýnt„, sagði Sævaldur eftir að hann og formaður deildarinnar, Heiðar Logi Jónsson, undirrituðu samninginn.

Það er mikil ánægja hjá stjórninni að Sævaldur, sem er reynslumikill þálfari bæði hjá félagsliðum og í landsliðsverkefnum KKÍ, er tilbúinn að leiða okkar frábæra starf áfram.  Við hlökkum til að efla og styrkja deildina enn frekar með hans aðstoð„, sagði Heiðar Logi að sama tilefni.

Fréttir
- Auglýsing -