spot_img

Áfram hjá Blikum

Breiðablik hefur samið við framherjann Zoran Vrkic fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.

Zoran kom til Breiðabliks á miðju síðasta tímabili, en hann hefur spilað á Íslandi undanfarin ár. Á síðustu leiktíð var hann með 13 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik í Subway deildinni, en Breiðablik féll úr henni og mun því leika í þeirri fyrstu tímabilið 2024-25.

Fréttir
- Auglýsing -