Njarðvík lagði Hamar/Þór í IceMar höllinni í kvöld í Bónus deild kvenna, 88-61.
Nokkur sigling er á Njarðvíkurliðinu sem nú hefur unnið þrjá leiki í röð og eru efstar í deildinni eftir leikinn með sex sigra í fyrstu sjö umferðunum. Á hinum endanum er Hamar/Þór, sem eru neðstar í deildinni, enn án sigurs eftir fyrstu sjö umferðirnar.
Njarkvíkurkonur leiddu leik kvöldsins frá byrjun til enda. Voru 9 stigum yfir eftir fyrsta fjórðung og 14 stigum í hálfleik, 41-27. Hamar/Þór mættu miklu betur til leiks í seinni hálfleiknum, en gekk þó illa að vinna niður forskot heimakvenna, sem enn voru 11 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerir Njarðvík vel að kæfa leikinn. Sigla forskoti sínu upp í 20 stigin og er niðurstaðan aldrei spurning á lokamínútunum, 88-61.
Stigahæstar fyrir Hamar/Þór í leiknum voru Mariana Duran með 22 stig og Jovana Markovic með 17 stig.
Fyrir Njarðvík var Paulina Hersler stigahæst með 20 stig og Lára Ösp Ásgeirsdóttir bætti við 15 stigum.
Njarðvík: Paulina Hersler 20/8 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 15, Danielle Victoria Rodriguez 15/7 fráköst/8 stoðsendingar, Brittany Dinkins 12/13 fráköst, Sara Björk Logadóttir 9, Kristín Björk Guðjónsdóttir 8, Hulda María Agnarsdóttir 4/4 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Helena Rafnsdóttir 2/5 fráköst, Yasmin Petra Younesdóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0/5 fráköst.
Hamar/Þór: Mariana Duran 22/8 fráköst, Jovana Markovic 17/10 fráköst, Ellen Iversen 10/8 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 5, Jadakiss Nashi Guinn 4/5 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 0, Dagrún Inga Jónsdóttir 0, Elín Sara Magnúsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0, Emilía Ýr Gunnsteinsdóttir 0, Guðrún Anna Magnúsdóttir 0.



