spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÁfram heldur sigurganga Grindavíkur - Lögðu Íslandsmeistara Hauka í Ólafssal

Áfram heldur sigurganga Grindavíkur – Lögðu Íslandsmeistara Hauka í Ólafssal

Það voru tvö taplaus lið sem mættu í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld þegar heimakonur í Haukum tóku á móti Grindvíkingum.

Haukar höfðu lagt KR og Tindastól að velli í fyrstu tveimur umferðunum en Grindavík bar sigurorð af bæði Ármann og Hamar/Þór.

Strax á upphafsmínútum leiksins sást að leikstíll liðanna væri gerólíkur. Gestirnir spiluðu kraftabolta, margar hverjar mjög hávaxnar og sterkar og Haukakonur áttu í miklum erfiðeikum með að eiga við þær gulklæddu í og við teiginn enda vann Grindavík frákastabaráttuna með 15.

Jafnræði var með liðunum framan af leik en Grindavík oftast skrefinu á undan sér í lagi framan af en liðunum gekk erfiðlega að slíta sig frá hvort öðru. Þar hjálpuðu töpuðu boltarnir ekki en liðin töpuðu samtals 46 boltum í leiknum. Grindavík 25 og Haukar 21. Grindavík sigla svo framúr á lokakaflanum og voru mun sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og munaði þar mikið um Isabellu Sigurðardóttur sem átti skínandi leik af bekknum. Grindavík vann að lokum 17 stiga sigur, 85-68.

Ellen Nystrom skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Krystal Jade-Freeman skoraði 22 stig fyrir Hauka. Eftir leikinn eru Grindvíkingar á toppnum með 3 sigra í jafnmörgum leikjum en Haukar hafa sem fyrr segir unnið 2 leiki eins og nokkur önnur lið.

Tölfræði leiks

Haukar: Krystal-Jade Freeman 22/7 fráköst, Amandine Justine Toi 15, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/5 fráköst/7 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 2, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 1, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Sara Líf Sigurðardóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0.


Grindavík: Ellen Nystrom 22, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/4 fráköst, Farhiya Abdi 17/8 fráköst, Abby Claire Beeman 14/9 fráköst/10 stoðsendingar, Emile Sofie Hesseldal 8/10 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, María Sóldís Eiríksdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, Þórey Tea Þorleifsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -