spot_img
HomeFréttirÁfall fyrir toppliðið

Áfall fyrir toppliðið

Leikmaður toppliðs Vals í Subway deild karla Joshua Jefferson verður frá út tímabilið vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik liðsins í deildinni. Staðfestir félagið þetta í samtali við Vísi nú í dag. Samkvæmt fregnum mun hann hafa slitið fremra krossband í hnéi og verður hann því frá keppni næstu 6 til 9 mánuði.

Um er að ræða gríðarlegt áfall fyrir félagið, en það sem af er tímabili hafði Joshua verið einn besti leikmaður deildarinnar með 22 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -