spot_img
HomeFréttirAf hverju dæmir dómarinn ekki?

Af hverju dæmir dómarinn ekki?

Kristinn Óskarsson fjallar um dómgæslu
Í síðustu viku fjallaði ég um snertingar milli leikmanna og þá var mér tíðrætt um rétt varnarleikmanna. Núna langar mér að velta upp möguleikanum á að dæma ekki þó snertingar verði milli manna.gur körfuknattleiksdómari
 Dr. James Naismith fann upp körfuknattleikinn árið 1891 sem afþreyjingu og þjálfun fyrir leikmenn í
ameríska fótboltanum yfir vetrarmánuðina innanhúss. Það er gömul míta að snertingar séu og hafi
alla tíð verið bannaðar. Í fyrstu reglum sem Naismith setti fram er svipað orðalag og hefur haldist
allar götur síðan um að: „ Leikmaður skal ekki hindra, halda, ýta, ryðja, bregða eða skrína mótherja
með útréttum handlegg, öxl, mjöðm, hné eða fæti“. Hvergi er minnst á að snertingar séu bannaðar.
Það er tekið fram í reglunum að sumar snertingar séu óhjákvæmilegar þegar 10 leikmenn hreyfa sig
um á litlu svæði og þessar hreyfingar hafa færst í aukana á undanförnum árum. Það væri að æra
óstöðugan að ætla dómaranum að dæma villur á allar snertingar, þá væri leikurinn ónýtur.
 
Þegar dómarinn sér snertingu, hvaða sjónarmið á hann þá að hafa til viðmiðunar til að meta hvort
hann eigi að flauta í flautuna eða ekki?
Reglurnar í körfuknattleik eru nokkuð nákvæmar svo að dómarinn á að sjálfsögðu að meta hvort
varnar- eða sóknarleikmaður hafi gerst brotlegur við reglurnar. En reglurnar leggja enn meiri ábyrgð
á dómarana, því gert er ráð fyrir að dómari meti hvort brotlegur aðili hafi skapað liði sínu hagræði
eða valdið andstæðingum sínum óhagræði. Hafi hann ekki gert það hefur í raun ekkert brot átt sér
stað. Þessi aðferð er kölluð hagnaðarreglan og er að finna víða í leikreglum.
 
Manna á milli hefur sá misskilningur verið útbreiddur að hagnaðarregla sé ekki í gildi í körfuknattleik.
Ekkert er ósannara. Körfuknattleiksdómarar hafa þurft að beita hagnaðarreglu frá fyrstu tíð og alveg
sérstaklega sl. 20 ár. Knattspyrnudómarar hafa leyfi til að láta leikinn ganga í 2-3 sekúndur til að sjá
hvort liðið sem brotið er gegn verði sannarlega fyrir óhagræði en körfuknattleiksdómarar hafa ekki
sama svigrúm og er ætlast til að þeir beiti hagnaðarreglunni strax. Það er almennt viðhorf þeirra sem meta störf dómara að góð beiting hagnaðarreglunnar sé allmennt það sem skilur bestu dómarana frá hinum, þar er þekking og skilningur á leiknum lykilatriði fyrir dómarann.
 
Næst þegar þú sérð snertingu sem þú telur vera villu, mundu þá að dómarinn hefur þrjá kosti, að dæma varnarvillu, að dæma sóknarvillu og að láta leikinn halda áfram. Velji hann síðasta kostinn hefur hann tekið ákvörðun rétt eins og hann hefði gert með valkost eitt og tvö, en hann telur að hagsmunum leiksins sé betur borgið með því að flauta ekki.
 
Samantekt:
Hagnaðarreglan er hornsteinn góðrar dómgæslu
Hagnaðarreglan gerir kröfur til dómara um skilning og tilfinningu fyrir leiknum.
Að dæma ekki er oft góður valkostur.Kær kveðja,
Kristinn Óskarsson, alþjóðle
Fréttir
- Auglýsing -