spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAf Álftanesi í Skógarselið

Af Álftanesi í Skógarselið

ÍR hefur samið við Dimitrios Klonaras fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla

Dimitrios kenur til ÍR frá Álftanesi þar sem hann lék á síðustu leiktíð, en þá skilaði hann 13 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

„Dimitrios er fjölhæfur leikmaður sem fellur vel að leikstíl okkar og leikmannahóp. Hann kemur með reynslu frá Álftanesi, sterka háskólaboltaferil í Bandaríkjunum og yngri landsliðum Grikkja. Þetta eru sannkallaðar gleðifréttir fyrir okkur að fá hann til ÍR,“ segir Borche Ilievski þjálfari ÍR í tilkynningu með félagaskiptunum.

Fréttir
- Auglýsing -