spot_img
HomeFréttirÆvintýrinu lokið hjá Hornets

Ævintýrinu lokið hjá Hornets

 Öskubusku ævintýri liðs New Orleans Hornets lauk í nótt þegar þeir voru slegnir út af meisturum San Antonio Spurs í sjöunda leik liðanna í úrslitakeppninni. SA Spurs höfðu frumkvæði í leiknum framan af og í hálfleik leiddu þeir með 9 stigum. Það var hinsvegar þriðji leikhluti sem fór illa með heimamenn í New Orleans. Þeir gátu varla “keypt” sér körfu og skoruðu t.a.m. aldrei 2 körfur í röð í fjórðungnum. Á meðan héldu gestirnir dampi í sínum leik og sigruðu fjórðunginn 20-14 og voru með 15 stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn. Heimamenn voru hinsvegar ekki af baki dottnir. Með seiglu náðu þeir að minnka muninn niður í 3 stig. En það er engin tilviljun að Spurs eru meistarar, þeir kláruðu dæmið mjög svo yfirvegað og sigruðu að lokum 91-82.  Gamla góða tuggan um að N.O. Hornets geti verið sáttir með sitt í vetur en grátlegt fyrir þeirra stuðningsmenn hversu nálægt þeir voru að komast í úrslit Vestur deildarinnar. En þeir urðu í 2. sæti í vesturdeildinni , slógu út sterkt lið Dallas Mavericks og komust í 7 leiki með sjálfa meistaranna, þann árangur yrðu mörg ef ekki öll lið ánægð með miðað við stöðu liðsins fyrir tímabilið. Hjá gestunum var Manu Ginobili með 26 stig og næstur honum var Tony Parker með 17 stig. Tim “Reliable” Duncan skilaði svo 16 stigum og 14 fráköstum. Hjá heimamönnum var það MVP kandídatinn Chris Paul sem setti niður 18 stig, sendi 14 stoðir og hrifsaði 8 fráköst í sínum síðasta leik á tímabilinu. Vissulega hans langbesta tímabil og fyrir lið N.O. Hornets er þessi  úrslitakeppni og leiktíð innlegg í reynslu bankann.  Það verða því meistarar Spurs og LA Lakers sem keppa til úrslita í Vesturdeildinni.

Fréttir
- Auglýsing -