Undir 16 ára lið drengja keppir þessa dagana á Evrópumóti í Búlgaríu. Fram að leiknum í dag hafði liðið unnið báða leiki sína á mótinu. Þann fyrsta gegn Sviss og svo á móti Rúmeníu í gær. Í dag töpuðu þeir hinsvegar fyrir Hvíta-Rússlandi 78-77.
Íslenska liðið byrjaði betur í dag. Voru 10 stigum yfir eftir fyrst leikhluta 27-17. Undir lok hálfleiksins bættu þeir svo við þá forystu og leiddu með 17 stigum, 51-34, þegar ð liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.
Hvíta-Rússland mætti svo mun betur stemmt inn í seinni hálfleikinn. Byrjuðu að vinna niður forystu Íslands í þriðja leikhlutanum, en staðan fyrir lokafjórðunginn var þó enn 63-53 Íslandi í vil. Í honum hélt svo bara það sama áfram, en með lokaskoti leiksins náði Hvíta-Rússland loksins að vinna leikinn, 78-77.
Atkvæðamestur hjá Íslandi í dag var Veigar Hlynsson með 26 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta á þeim 38 mínútum sem hann spilaði.
Drengirnir fá frí á morgun, en mæta næst Grikklandi á mánudaginn kl. 13:00
Hérna er leikur dagsins: