13:00
{mosimage}
Það hefur oft verið rætt um að áhugi á körfubolta sé ættgengur. Á Actavismótinu sem fram fór um síðustu helgi á Ásvöllum tefldu Haukar fram einu liði skipuðu drengjum fæddum 2000, í liðinu voru 7 leikmenn og 6 af þeim eiga ættir að rekja í körfuboltann.
Þeir eru, talið frá vinstir á myndinni, Márus Björgvin Gunnarsson, sonur Gunnars Freys Steinssonar fyrrverandi dómara og núverandi dómaranefndarmeðlim, Róbert Ingi Hálfdánarson, sonur Hálfdánar Markússonar og Sóleyjar Indriðadóttur fyrrum leikmanna Hauka og þá á Róbert jafnframt nokkrar systur í meistaraflokki kvenna hjá Haukum. Þá kemur Hilmar Henningsson, sonur Hennings Henningssonar fyrrverandi leikmanns og þjálfara Hauka, þá Máni Freyr Rögnvaldsson, sonur Rögnvaldar Hreiðarsson dómara og dómaranefndarmeðlims. Svo kemur Sigurjón Unnar Ívarsson, sonur Ívars Ásgrímssonar fyrrverandi leikmanns og þjálfara Hauka og að lokum Hilmar Pétursson sonur Péturs Ingvarssonar fyrrverandi leikmanns hjá Haukum og núverandi þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu.
Mynd: [email protected]



