spot_img
HomeFréttirÆtlum í úrslitakeppnina

Ætlum í úrslitakeppnina

18:00
{mosimage}

(Bragi Magnússon) 

Nýliðar Stjörnunnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik eru í 9. sæti deildarinnar þegar 10 umferðum er lokið. Bragi Magnússon þjálfari liðsins kveðst sáttur við stöðuna enda séu fjögur lið jöfn með 8 stig. Hann segir stefnu liðsins að ná inn í úrslitakeppnina. Stjarnan hefur 8 stig í 9. sæti en átta efstu liðin að lokinni deildarkeppninni komast í úrslitakeppnina. 

,,Einn leikur til eða frá getur rokkað okkur upp í miðja deild,” sagði Bragi í samtali við Víkurfréttir en Stjarnan skellti Hamri í síðasta leik fyrir jól 83-63. Næsti leikur liðsins er gegn Tindastól fyrir Norðan þann 28. desember. ,,Við erum á áætlun, þetta er hvorki betra né verra en við ætluðum okkur í upphafi,” sagði Bragi sem hefur tvívegis þurft að senda Bandaríkjamennina sína heim en nú er Calvin Roland kominn til liðsins. ,,Það er betra að gera snemma á tímabilinu tilraunir til að finna þann mann sem hentar. Roland er ungur strákur sem á ýmislegt eftir ólært,” sagði Bragi sem stýrt hefur Stjörnunni í fjórum sigurleikjum í deildinni en tapleikirnir eru sex talsins. ,,Við stefnum á úrslitakeppnina og allt annað er bara bónus, að komast inn í úrslitakeppnina þýðir að við höfum bjargað okkur frá falli.” 

Frétt úr Víkurfréttum í Hafnarfirði, Garðbæ og Álftanesi

Fréttir
- Auglýsing -