Ísland mátti þola tap í sínum fyrsta leik gegn Ísrael í dag á lokamóti EuroBasket 2025, 83-71.
Leikurinn var sá fyrsti á mótinu hjá báðum liðum, en í riðil Íslands mætast seinna í dag lið Frakklands og Belgíu og svo mætir Pólland liði Slóveníu.
Karfan spjallaði við Sigtrygg Arnar Björnsson leikmann Íslands eftir leik í Spodek höllinni.



