spot_img
HomeFréttirÆtla að halda veislunni áfram í Hellinum

Ætla að halda veislunni áfram í Hellinum

ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í Dominos deild karla með sigri á Keflavík í kvöld. Þar hafa breiðhyltingar ekki verið síðan árið 2011 en liðið hefur endað í 9. og 10. sæti deildarinnar síðan.

 

Það er því um risastóran leik að ræða í kvöld í Seljaskóla og langt síðan svo stór leikur fór fram þar. Stuðningsmenn ÍR hafa slegið í gegn að undanförnu með ótrúlegri stemmningu auk þess sem Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur kallaði eftir að stuðningsmannasveit Keflavíkur vaknaði og má því búast við ótrúlegum fjölda. 

 

Kristján Pétur Andrésson formaður kkd. ÍR fór ekki leynt með spenninginn þegar blaðamaður heyrði í honum um miðjan dag. 

 

"Stemmningin í Breiðholtinu fyrir leiknum í kvöld er eðlilega mikil enda um stórleik að ræða og tvö frábær körfubolta lið að keppa. Mínir menn í Ghetto Hooligans eru klárir og ég vona að leikmennirnir séu það líka." sagði Kristján Pétur og bætti við:

 

"Stemmningin hefur verið mjög góð í vetur og við ætlum að halda þeirri veislu áfram. Þetta verður alvöru leikur milli tveggja liða sem eru á mikilli siglingu. Í kvöld ætlum við að heiðra íslandsmeistaralið IR frá 1977 en í mars fagna þeir því 40 ára afmæli titilsins þarna eru margar gamlar kempur sem gerðu garðinn frægan fyrir félagið á sínum tíma og unnu fjölda titla. Ég hvet alla körfuknattleiksáhugamenn að skella sér í Hertz-hellinn í kvöld það er klárt mál." sagði Kristján Pétur að lokum en leikurinn hefst kl 19.15 og er í beinni á Stöð 2 sport. 

 

Síðast þegar liðin mættust í risaleik Seljaskóla vann Keflavík eftirminnilega og snéri þar með einvíginu sér í vil. Til upprifjunar þá má sjá þann eftirminnilega leik hér að neðan:

 

Fréttir
- Auglýsing -