spot_img
HomeFréttirÆsispenna í Vesturbænum

Æsispenna í Vesturbænum

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í kvöld þegar KR og Fjölnir öttu kappi í DHL-höll Vesturbæinga. 

 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. KR var fetinu framar en Fjölnir kom í humáttina á eftir svo munurinn varð aldrei mikill. Í hálfleik var staðan 33-28 fyrir KR. Annars fór mikið fyrir töpuðum boltum í fyrri hálfleik sem varð til þess að boltinn barst hratt vallarhelminga á milli sem kom óneitanlega niður á sóknarskipulaginu og skotvali. 

 

3. leikhluti líktist þeim fyrri. KR hafði hafi yfirhöndina og virtist ætla að ná að slíta sig frá Fjölni sem gekk illa að skapa sér ákjósanleg færi. KR vann leikhlutann 14-7 og kom muninum í 12. stig. Leikmenn Fjölnis voru þó hvergi nærri hættir enda heill leikhluti eftir. Smámsaman söxuðu Fjölniskonur á muninn, stuðningsmenn þeirra tóku vel við sér og þegar  innan við mínúta var eftir af leiknum jafnaði Berglind Ingvarsdóttir leikinn með lygilegu skoti, 50-50. Síðustu sekúndurnar voru svo æsispennandi, rétt áður en flautan gall barst boltinn útfyrir þriggjastiga línu til Margrétar Blöndal sem smellti honum af miklu öryggi í körfuna og tryggði sínu liði sigurinn þar sem lokaskot Fjölnis rataði ekki rétta leið. Mikilvægur sigur fyrir KR í eltingaleik þeirra við Breiðablik og Þór og enn eitt grátlega naumt tap hjá Fjölni sem enn á eftir að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu.

 

Það var ekki aðeins jafnræði milli liðanna í kvöld heldur einnig innan þeirra. Hjá KR voru þrír leikmenn með 10 stig eða fleiri og 8 leikmenn Fjölnis komust á blað svo stigaskorið dreifðist nokkuð jafnt sem og framlagsstig. Leikmenn Fjölnis börðust vel í kvöld og komust næstum alla leið á seiglunni. Liðinu vantar þó fleiri leikmenn sem geta leyst stöðurnar undir körfunni en létu það þó ekki aftra sér frá því að vinna frákastabaráttuna. Með sigrinum heldur KR enn í vonina um að ná liðunum á toppi deidarinnar og á eflaust eitthvað inni enda bekkurinn þétt setinn leikmönnum í borgaralegum klæðum. Það verður því spennandi að fylgjast með síðustu leikjum deildarinnar.

 

 

KR-Fjölnir 53-50 (18-17, 15-11, 14-7, 6-15)

 

KR: Þorbjörg Andrea Fri?riksdóttir 12, Perla  Jóhannsdóttir 11/6 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 10/8 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 8/7 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 6/5 fráköst, Margrét Blöndal 6/8 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Ísabella Lena Borgarsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, ?Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Emilia Bjarkar-Jónsdóttir 0, Marín Matthildur Jónsdóttir 0. 

Fjölnir: Berglind Karen Ingvarsdóttir 18/5 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 11/4 fráköst/5 sto?sendingar, Eva María Emilsdóttir 6/6 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 5/8 fráköst, Gu?rún Edda Bjarnadóttir 4/7 fráköst, Telma María Jónsdóttir 3, Erla Sif Kristinsdóttir 2/7 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 1, Margrét Eiríksdóttir 0, Snæfrí?ur Birta Einarsdóttir 0, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0. 

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn leiksins

 

 

Sta?an í 1. deild kvenna:

1    Þór Ak.        7    6    1    478    –    404    12

2    Brei?ablik    9    6    3    558    –    518    12

3    KR               8    4    4    485    –    479    8

4    Keflavík b    0    0    0    0    –    0    0

5    Fjölnir          8    0    8    432    –    552    0

 

Umfjöllun / Guðrún Gróa

Myndir / Bára Dröfn

 

Fréttir
- Auglýsing -