spot_img
HomeFréttirÆgir: Uppsala með góða og reynslumikla menn

Ægir: Uppsala með góða og reynslumikla menn

Sundsvall Dragons hefja leik í sænsku úrslitakeppninni í kvöld en liðið mætir Uppsala í fyrstu umferðinni þar sem Sundsvall hefur heimaleikjaréttinn. Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson segir Uppsala með gott og reynslumikið lið og að viðureignir liðanna á tímabilinu hafi verið jafnar og spennandi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit í Svíþjóð.
 
 
„Uppsala er með góða og reynslumikla menn í hverri stöðu. Þeir voru að ströggla fyrri hluta tímabils en hafa verið á góðu róli í síðustu leikjum fyrir úrslitakeppni. Það hefur verið mikil barátta hjá okkur gegn þeim á tímabilinu og mörg úrslit ráðist á lokasekúndum eða á buzzer,“ sagði Ægir Þór og býst við að vörnin og frákastabaráttan muni skipta sköpum.
 
„Lykillinn að sigri í þessari seríu verður vörnin gegn pick and role og frákastabaráttan en það má segja að þeir hafi unnið hana í síðasta leik sem við spiluðum á móti þeim.“
 
Samkvæmt Ægi eru allir liðsmenn Sundsvall heilir og klárir í slaginn en þessi fyrsta viðureign í kvöld hefst kl. 19:04 að staðartíma eða kl. 18:04 að íslenskum tíma.
 
Viðureignirnar í úrslitakeppninni í Svíþjóð:
 
Södertalje-Jamtland
Boras-LF Basket
Norrköping-Solna
Sundsvall-Uppsala
  
Fréttir
- Auglýsing -