spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÆgir Þór yfirgefur Stjörnuna - Gengur til liðs við Gipuzkoa

Ægir Þór yfirgefur Stjörnuna – Gengur til liðs við Gipuzkoa

Landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Acunsa GBC í Leb Oro fyrir næsta tímabil samkvæmt heimildum Körfunnar.

Ægir Þór kemur til liðsins frá Stjörnunni, en á síðasta tímabili skilaði hann 18 stigum, 5 fráköstum og 8 stoðsendingum að meðaltali í 32 leikjum í úrvalsdeildinni og úrslitakeppninni.

Acunsa lék í efstu deildinni á Spáni á síðasta tímabili, ACB, en hafnaði í neðsta sæti og féll því aftur niður í Leb Oro, sem er næst efsta deildin. Liðið er staðsett í San Sebastian og er einnig þekkt sem Gipuzkoa Basket.

Ægir ætti að vera flestum hnútum kunnugur á Spáni, en þar lék hann áður en hann fór til Stjörnunnar með Huesca, Burgos og Castello, 2016-18.

Fréttir
- Auglýsing -