Ægir Þór Steinarsson leikmaður Íslands viðurkenndi að það væri mikil spenna komin í hópinn fyrir leiknum gegn Grikklandi á Eurobasket 2017. Hann sagði æfingarnar hafa verið góðar og menn væru einbeittir á erfitt verkefni gegn Grikklandi. Ægir er gríðarlegur aðdáandi gríska barkvarðarins Vassilis Spanoulis en hann er ekki með vegna meiðsla, hann sagðist ekki alveg vera búinn að jafna sig á því en vonaðist til að hitta hann á mótinu.
Viðtal við Ægi má finna í heil sinni hér að neðan.