spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÆgir Þór stórkostlegur í fyrsta deildarleik Acunsa GBC

Ægir Þór stórkostlegur í fyrsta deildarleik Acunsa GBC

Ægir Þór Steinarsson og Acunsa unnu í dag fyrsta leik deildarkeppni þessa tímabils gegn Almansa, 76-105, en liðið leikur í Leb Oro deildinni á Spáni.

Ægir Þór var lang atkvæðamesti leikmaður Acunsa í dag. Á tæpum 28 mínútum spiluðum skilaði hann 27 stigum og 4 fráköstum, en hann klikkaði aðeins á tveimur skotum í leiknum. Setti niður 7 af 8 tveggja stiga, 3 af 4 þriggja stiga og öll 4 vítaskot sín.

Það er stutt á milli leikja í byrjun tímabils hjá Ægi og Acunsa, en næst eiga þeir leik á mánudaginn 12. október gegn Caceres.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -