spot_img
HomeFréttirÆgir Þór Steinarsson um meiðsli sín

Ægir Þór Steinarsson um meiðsli sín

13:00

{mosimage}

Ægir Þór Steinarsson, leikmaður 18 ára landsliðs karla, meiddist gegn Finnum í gær í lok fyrri hálfleiks, en hann hafði þá leikið ágætlega fram að því.  Karfan.is tók Ægi tali og forvitnaðist aðeins um meiðsli Ægis.

Ægir, þú meiddist í leiknum í gær, geturðu sagt okkur aðeins frá því hvað gerðist?

Ég var að taka Steypu sem er isolation kerfi og ég fór fram hjá manninum mínum en þá stígur einn durgurinn fyrir mig og ég lendi beint á hnénu á honum.  Ég hélt fyrst að þetta væru krossböndin eða liðþófinn en þetta reyndist svo bara vera hné í hné, bara frekar vont.

En hvernig ertu þá í hnénu í dag?

Ég er nokkuð góður, ég þarf bara að sjá hvernig ég er að hlaupa, mér líður ágætlega þegar ég labba, við skulum bara sjá til.

Snorri Örn Arnaldsson

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -