spot_img
HomeFréttirÆgir Þór sleppur við bann

Ægir Þór sleppur við bann

Leikmaður Stjörnunnar Ægir Þór Steinarsson var sendur í sturtu í leik liðsins í síðustu umferð Subway deildar karla gegn Hetti eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ægir Þór fari ekki í bann fyrir vikið, en skuli sæta áminningu fyrir brottrekstur sinn.

Ægir Þór mun því vera tiltækur þegar Stjarnan mætir grönnum sínum frá Álftanesi í fyrstu viðureign liðanna í efstu deild.

Agamál 16/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hattar gegn Stjörnunni, sem fram fór þann 23 nóvember 2023.

Fréttir
- Auglýsing -