spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÆgir Þór öflugur gegn Melilla

Ægir Þór öflugur gegn Melilla

Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante unnu Melilla nokkuð örugglega í kvöld í Leb Oro deildinni á Spáni, 77-60.

Eftir leikinn er Alicante í 7. sæti deildarinnar með sex sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ægir Þór 9 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Alicante er þann 10. desember gegn Real Valladolid.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -