Íslenska landsliðið er á lokametrum í undirbúningi sínum fyrir lokamót EuroBasket sem rúllar af stað nú í lok mánaðar. Liðið heldur af landi brott komandi fimmtudag til Litháen, þar sem þeir munu mæta heimamönnum á föstudag, en þaðan mun liðið svo ferðast til Katowice í Póllandi þar sem lokamót EuroBasket mun fara fram.
Liðið hefur verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur ásamt því að hafa ferðast í fjóra æfingaleiki, tvo á Ítalíu og tvo í Portúgal.
Búið er að tilkynna hvaða 12 leikmenn það verða sem fara á lokamótið, en það verða þeir sömu og leika gegn Litháen komandi föstudag.
Hér má sjá 12 leikmanna hóp Íslands á EuroBasket 2025
Karfan kom við á æfingu hjá liðinu í Ásgarði í dag og ræddi við Ægir Þór Steinarsson fyrirliða liðsins um eftirvæntinguna fyrir mótinu, hvernig undirbúningurinn hefði gengið og hversu mikill heiður það væri fyrir hann persónulega að fá að leiða liðið á þetta lokamót sem fyrirliði þeirra.



